M-listi samfélagsins fyrir fólk og fyrirtæki
Fjármál.

Við munum sýna ráðdeild, aga og ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins.
Við munum taka rekstur sveitarfélagsins föstum tökum.
Við munum leitast við að auka tekjur sveitarfélagsins.
Við munum lækka rekstrargjöld.
Við munum lækka lóða- og gatnagerðargjöld og styðja þannig við nýbyggingar í sveitarfélaginu.
Við munum í framkvæmdum gera trúverðugar kostnaðaráætlanir.
Við munum ekki auka álögur á fólk og fyrirtæki.
Við munum beita okkur fyrir því, innan Sambands íslenskra sveitarfélaga, að tryggt verði fjármagn til lögbundinna hlutverka sveitarfélaga.
Við munum leitast við að gera hönnuði í auknum mæli ábyrga í verkefnum á vegum sveitarfélagsins.
Við munum opna bókhald sveitarfélagsins svo það sé aðgengilegt íbúum.

Atvinnulíf.

Við munum tryggja með afgerandi hætti að sveitarfélagið geti átt viðskipti við heimaaðila.
Við munum styðja við störf án staðsetningar.
Við munum leggja mikla áherslu á markaðssetningu iðnaðarsvæðisins á Bakka.
Við munum styðja við atvinnuuppbyggingu í dreifðum byggðum.
Við munum leggja mikla áherslu á að orkan verði nýtt á atvinnusvæðinu.
Við munum beita okkur fyrir fjölbreyttum störfum í sveitarfélaginu.
Við munum leggja áherslu á uppbyggingu iðnaðarsamfélagsins.
Við munum liðka fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarfi.
Við munum leggja mikla áherslu á hafnsækna starfsemi.
Við munum tryggja samráð fyrirtækja og kjörinna fulltrúa að minnsta kosti einu sinni á ári
Við munum á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga beita okkur fyrir samtali við ríkisvaldið um uppbyggingu hátæknisorpbrennslustöðva.
Við munum auðvelda kjörnum fulltrúum í dreifðum byggðum að sækja fundi.
Við munum liðka fyrir. Ekki þvælast fyrir.

Umhverfismál.

Við munum malbika öskjureitinn.
Við munum ganga nýjar tröppur af hafnarsvæði til kirkju
Við munum ganga upp nýjar tröppur frá Búðarárkrók uppá Mararbraut.
Við munum liðka fyrir áframhaldandi uppbyggingu Heimskautsgerðisins.
Við munum klára gönguleiðina að sjóböðunum.
Við munum bæta sorphirðumál.
Við munum beita okkur fyrir betri orkunýtingu í sveitarfélaginu.

Skóla íþrótta og æskulýðsmál.

Við munum selja Tún á Húsavík. Og hefja undirbúning við að koma upp nýrri frístund.
Við munum skoða möguleg samlegðaráhrif húsvörslu í leik- og grunnskóla Húsavíkur.
Við munum bæta hljóðvistun í skólahúsnæði sveitarfélagsins í samráði við starfsfólk.
Við munum bæta kjör og starfsumhverfi starfsfólks leikskóla.
Við munum einblína á heilbrigði og velferð nemenda. Við munum efla eineltisteymi skólans með utanaðkomandi faglegri ráðgjöf, auk þess tengja foreldra inn í starf teymisins með áherslu á neteinelti, einnig munum við huga sérstaklega að úrbótum í námsveri.
Við munum láta gera faglega úttekt á viðhaldsþörf húsnæðis, skóla og íþróttamannvirkja í eigu sveitarfélagsins til tíu ára.

Skipulag og þjónusta.

Við munum ráða sveitarstjóra á faglegum forsendum.
Við munum auka lóðaframboð í sveitarfélaginu.
Við munum horfa til suðurfjöru Húsavíkur fyrir frekari uppbyggingu á hafnsækinni starfsemi.
Við munum hefja endurbætur á gangstéttum á Raufarhöfn, sem og annarsstaðar í sveitarfélaginu.
Við munum tryggja viðveru sveitarstjóra og eða fjármálastjóra á fundum með hverfisráðum og að þeir séu til viðtals við íbúa í öllu sveitarfélaginu með reglubundnum hætti.
Við munum gæta jafnræðis í félagsstarfi fullorðinna í sveitarfélaginu.
Við munum beita okkur fyrir því á vettvangi sambands íslenskra sveitarfélaga að fjármagn fylgi innleiðingu stefnu um farsæld barna. Og hefja undirbúning að byggingu nýs íbúakjarna fyrir fatlað fólk með sólarhrings stuðnings þarfir.